Beint í aðalefni
Umsjón með bókun

Við erum hér til aðstoðar

Opinberar ferðatakmarkanir og -ráðleggingar

Skoðaðu ferðatakmarkanir áður en þú bókar gististað eða ferðast til hans. Mögulegt er að ferðalög séu aðeins leyfð í ákveðnum tilgangi, og sérstaklega er mögulegt að ferðalög í afþreyingartilgangi séu óleyfileg. Við aðstoðum við þetta með því að birta hlekki á opinberar vefsíður fyrir almenning frá ýmsum löndum um allan heim. Athugið að ekki eru hlekkir fyrir öll lönd hér fyrir neðan. Ef ákveðið land birtist ekki á yfirlitnu þýðir það ekki að þar séu engar ferðatakmarkanir í gildi og við mælum með að ferðalangar leiti upplýsinga um öll lönd sem þeir hafa í hyggju að ferðast til. Við berum ekki ábyrgð á efni opinberu vefsíðnanna sem birtast hér fyrir neðan. Viðbrögð yfirvalda eru í sífelldri þróun þannig að mælt er með því að ferðalangar athugi oft hvort uppfærslur hafi verið birtar og reiði sig á nýjustu upplýsingar frá yfirvöldum í sínu landi og á sínu svæði.

Bókunarskilmálar

Fyrir bókanir sem gerðar eru frá og með 6. apríl 2020 ættir þú að taka með í reikninginn hættuna af kórónaveirunni (COVID-19) og aðgerðir stjórnvalda henni tengdar. Ef þú bókar ekki sveigjanlegt verð átt þú hugsanlega ekki rétt á endurgreiðslu. Afpöntunarbeiðni þín verður afgreidd af gististaðnum í samræmi við skilmálana sem þú valdir og viðeigandi neytendalöggjöf þar sem hún á við. Á þessum óvissutímum mælum við með því að þú bókir valkost með ókeypis afpöntun. Þá getur þú afpantað ókeypis fram að þeim tíma þegar ókeypis afpöntun rennur út ef plönin þín breytast.

Gististaðir Booking.com

Hvernig fæ ég aðstoð vegna núverandi bókunar á Booking.com?

Við skiljum að vegna kórónaveirunnar (COVID-19) og heilsufarsáhyggja henni tengdum gætir þú viljað breyta plönum þínum. Til að fá frekari aðstoð getur þú skráð þig inn á Booking.com-svæðið þitt og smellt á Þjónustuver – hjálparsíða.

Hvernig afpanta ég bókunina mína í þessum aðstæðum?

Þú færð bestu aðstoðina með því að skrá þig inn með Booking.com-svæðinu þínu. Ef þú ert ekki með svæði getur þú notað bókunarstaðfestingarnúmerið þitt og PIN-kóða til að skrá þig inn á borðtölvu eða fartölvu.

  • Ef ekki er lengur hægt að afpanta bókunina þína endurgjaldslaust eða hún er óendurgreiðanleg getur verið að þú þurfir að greiða afpöntunargjald. Gististaðir gætu einnig valið að breyta dagsetningum bókunar þinnar án neins aukakostnaðar og því er vert að hafa samband við gististaðinn til að sjá hvort það sé hægt.
  • Ef atburðir sem tengjast kórónaveirunni, eins og lokun landamæra eða ferðatakmarkanir sem yfirvöld setja, hafa haft áhrif á bókunina, en ekki er lengur hægt að afpanta hana eða hún er óendurgreiðanleg, skaltu skrá þig inn til að skoða hvað þér stendur til boða að gera með bókunina.

Hver er afpöntunarstefnan í tengslum við kórónaveiruna?

Afpöntun gæti verið möguleg vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta fer þó eftir nokkrum þáttum, svo sem áfangastað, bókunardagsetningu, brottfarardagsetningu, upphafslandi ferðar, komudegi og ástæðu ferðalagsins.

  • Ef afpöntunin þín fellur í þennan flokk ber gististaðnum skylda til að endurgreiða þér eða bjóða upp á ókeypis breytingu á dagsetningu eða inneign upp í nýja dvöl.
  • Skráðu þig inn og veldu viðeigandi bókun til að sjá hvað valkosti þú hefur.

Af hverju hefur kórónaveiran ekki áhrif á almennu skilmálana hjá Booking.com?

Afpantanir vegna kórónaveirunnar eru háðar mörgum þáttum, svo sem hvert þú ert að ferðast, upphafslandi ferðarinnar, komudegi og ástæðu ferðalagsins.

Skilmálar einstakra bókana eru ákvarðaðir af gististaðnum sem þú bókaðir. Það væri því ekki viðeigandi að gera alhliða breytingu á skilmálum okkar.

Get ég fært bókunina mína yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni?

Það fer eftir skilmálum bókunarinnar hvort þú getur fært bókunina yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni. Skráðu þig inn annað hvort með svæðinu þínu á Booking.com eða staðfestingarnúmerinu og PIN-kóðanum, veldu bókunina sem þú vilt breyta og þá sérðu hvaða valkostir eru í boði.

Þú getur einnig haft samband við gististaðinn og beðið um að breyta dagsetningunum.

Þarf ég að greiða aukagjald ef ég færi bókunina mína yfir á aðra dagsetningu í framtíðinni?

Ef þú breytir dagsetningunum þínum og gististaðurinn er með framboð á þeim gæti verið einhver verðmunur á nýju dagsetningunum (hærra eða lægra verð). Það gæti til dæmis verið vegna árstímans eða verðmunar á helgardögum og virkum dögum.

Ef verðin eru hærri þarftu að greiða mismuninnn á upprunalega verðinu og verðinu á nýju dagsetningunum. Ef það er lægra kemur verðmunurinn fram í bókuninni þinni.

Get ég gefið einhverjum öðrum bókunina mína?

Vinsamlegast hafðu samband beint við gististaðinn ef þú vilt flytja bókunina yfir á einhvern annan.

Hver gististaður hefur sína eigin skilmála varðandi slíkar breytingar á bókun og getur gefið þér viðeigandi upplýsingar um það hverjir þeir skilmálar eru.

gogless