Láttu stjana við þig með heimsklassaþjónustu á Stock Resort
Stock Resort er staðsett í litla þorpinu Finkenberg í Ziller-dalnum, á rólegum stað í Tirol-fjöllunum. Það býður upp á 5000 m2 lúxusheilsulindarsvæði. Öll rúmgóðu herbergin og svíturnar eru með töfrandi útsýni yfir nærliggjandi fjöll og bjóða upp á notalegt setusvæði, kapalsjónvarp, stórt baðherbergi og king-size rúm. Fullt fæði samanstendur af morgunverðarhlaðborði með lífrænum vörum, síðdegishlaðborði í setustofunni við arininn eða á veröndinni með víðáttumiklu útsýni og 6 rétta kvöldverði. Sælkeraveitingastaðurinn á Stock Resort býður einnig upp á óáfenga drykki, nýkreista ávexti- og grænmetissafa og Memon-vatn allan daginn. Í stóra garðinum er boðið upp á hressandi handklæði, ávaxtateina, ís og kokkteila. Gestir Stock Resort geta slakað á í rúmgóðu heilsulindinni sem býður upp á nokkur gufuböð og sundlaugar, auk fjölda snyrti- og heilsumeðferða. Fullbúin og nútímaleg 190 m2 líkamsræktarstöð er einnig í boði án endurgjalds. Börnin geta skemmt sér í vatnagarðinum sem er með 70 metra langa vatnsrennibraut og á staðnum er einnig barnaklúbbur með gæslu. Gestir geta tekið á því og farið í gönguferðir með þema og skíðaferðir í Ziller-dalnum eða í Tux-dalinn sem er við hliðina á, leigt fjallahjól án endurgjalds eða prófað tennisvellina í nágrenninu. Zillertal 3000-skíðalyfturnar eru í innan við 5 mínútna fjarlægð frá Stock Hotel.
Pör eru sérlega hrifin af staðsetningunni — þau gáfu henni einkunnina 10 fyrir tveggja manna ferðir.
Fjarlægðir í gististaðalýsingum eru reiknaðar út með © OpenStreetMap
Vinsælasta aðstaðan
- 2 sundlaugar
- Heilsulind og vellíðunaraðstaða
- Ókeypis bílastæði
- Fjölskylduherbergi
- Líkamsræktarstöð
- Reyklaus herbergi
- Te- og kaffiaðstaða í öllum herbergjum
- Bar
- Morgunverður
Gestaumsagnir
Flokkar:
Gestir sem dvöldu hér voru hrifnir af
Ástralía
Þýskaland
Þýskaland
TékklandUmhverfi hótelsins
Veitingastaðir
- Maturausturrískur
Húsreglur
Barnaskilmálar
Börn á öllum aldri velkomin.
Fyrir börn 18 ára og eldri þarf að greiða eins og fyrir fullorðna á þessum gististað.
Bættu fjölda barna í hópnum þínum og aldri þeirra í leitina til að sjá réttar upplýsingar um verð og hámarksfjölda.
Skilmálar fyrir barna- og aukarúm
Verð fyrir barna- og aukarúm eru ekki innifalin í heildarverðinu. Greiða þarf fyrir þau sérstaklega meðan á dvölinni stendur.
Fjöldi barna- og aukarúma sem er leyfður fer eftir valkostinum sem valinn er. Skoðaðu valkostinn þinn til að fá nánari upplýsingar.
Öll aukarúm eru háð framboði.




