Nascar Hotel
Nascar Hotel er staðsett í Santa Maria Navarrese sem er heillandi, lítið sjávarþorp á einni af villtustu og fallegustu ströndum Ítalíu. Nascar er til húsa í einni af elstu byggingum bæjarins sem var endurbyggð í ágúst 2008. Gestir geta notið nútímalegra, vel búinna gistirýma sem eru innréttuð í samtímalegum, sardínskum stíl. Á Nascar er að finna lyftu, herbergi fyrir hreyfihamlaða, ókeypis bílastæði, móttöku sem er opin allan sólarhringinn, garð og netsvæði. Gestir geta gætt sér á sardínskum réttum á veitingastað hótelsins. Hægt er að hefja daginn með ósviknum, sardínskum morgunverði. Gesti geta slakað á í setustofunni. Sum herbergin hafa fallegt útsýni yfir Orosei-flóann og hafið sem er aðeins í 50 metra fjarlægð frá hóteldyrunum. Öll herbergin hafa nútímaleg þægindi, þar á meðal LCD-gervihnattasjónvarp og ókeypis netaðgang. Herbergin eru innréttuð í hlýjum, vingjarnlegum stíl með húsgögnum sem eru handsmíðuð af sardínskum listamönnum. Gestir geta dáðst af fjölbreyttri notkun náttúrulegra lita og staðbundinna efna. Á ströndinni fá gestir ókeypis strandhandklæði, sólbekki og sólhlífar. Fyrir þá sem eru í leit að ævintýrum býður svæðið upp á fjölbreytta afþreyingu. Hægt er að stunda klifur, gönguferðir, hestreiðar og fjórhjólaferðir í nágrenninu, auk fjölda vatnaíþrótta. Nascar er opið allt árið. Gestir geta pantað ferðir með leiðsögn og dáðst að náttúrufegurð fjallagarðsins Supramonte eða farið í köfunartúr til að kanna hafið.
Pör eru sérlega hrifin af staðsetningunni — þau gáfu henni einkunnina 9,5 fyrir tveggja manna ferðir.
Fjarlægðir í gististaðalýsingum eru reiknaðar út með © OpenStreetMap
Vinsælasta aðstaðan
- Ókeypis bílastæði
- Ókeypis Wi-Fi
- Við strönd
- Reyklaus herbergi
- Herbergisþjónusta
- Aðstaða fyrir hreyfihamlaða
- Veitingastaður
- Bar
- Einkaströnd
Gestaumsagnir
Flokkar:
Veldu efnisflokka til að lesa umsagnir:
Gestir sem dvöldu hér voru hrifnir af
Pólland
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Kanada
Nýja-Sjáland
Bretland
Bretland
Bretland
Írland
Ástralía
Nýja-SjálandUmhverfi hótelsins
Veitingastaðir
- Maturítalskur • svæðisbundinn
- Í boði erkvöldverður
- Andrúmsloftið errómantískt
Húsreglur
Barnaskilmálar
Börn eru ekki leyfð.
Skilmálar fyrir barna- og aukarúm
Þessi gististaður er ekki með barna- eða aukarúm.









Smáa letrið
Gestir verða að sýna gild skilríki með ljósmynd og kreditkort við innritun. Vinsamlegast athugið að allar sérstakar óskir eru háðar framboði og aukagjöld geta átt við.
Gestir yngri en 18 ára geta aðeins innritað sig með foreldri eða forráðamanni.
Leyfisnúmer: IT091006A1000F2549