Melara, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Frábær morgunmatur, borinn fram úti í garði, yndisleg fjölskylda sem á þetta hótel. Brakaði smá í gólfinu í herberginu, en að öðru leiti fallegt hótel. Frábær pizzastaður í göngufæri við hótelið.
Enna, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Staðsetning, góðar svalir, stórt baðherbergi með snyrtiaðstöðu, hárþurrka með dreifara, lítill ísskápur, stórt og þægilegt rúm.
Ischia, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Góð staðsetning. Fínn nuddpottur á þakinu ásamt sólbekkjum. Morgunmatur mjög góður. Verönd til að þurrka föt.
Neikvætt í umsögninni
Kominn tími á meira viðhald.
Somma Lombardo, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin var fín fyrir flugvallarhótel. Herbergið var mjög stórt og rúmgott og hreint sömuleiðis.
Neikvætt í umsögninni
Airport pick-up var mjög óáreiðanlegt. Ég hringdi 6 sinnum í númerið sem ég hafði fengið í skilaboðum frá hótelinu en var ekki svarað fyrr en í 7. skiptið. Þá var okkur tjáð að við værum að bíða á vitlausum stað, þótt svo að við værum nákvæmlega á þeim stað sem stóð í skilaboðunum. Þegar við komum á réttan stað þurftum við að bíða í yfir 40 mínútur eftir að rútan næði í okkur. Hún kom tvisvar að sækja annað fólk en var greinilega ekki að ráða við fjöldann sem var að bíða og margar stórar fjölskyldur sem ruddust fram fyrir. Þegar við tékkuðum okkur inn var okkur tjáð að ekki væri hægt að ábyrgjast að það væri pláss í rútunni upp á flugvöll á þeim tíma sem við óskuðum eftir svo við þurftum að leggja af stað 30 mínútum fyrr en þurfti til þess að geta verið viss að komast upp á völl í tíma. Þetta var um hánótt svo við hefðum frekar viljað geta sofið aðeins lengur en að vera í þessu stressi. Einnig var alltof mikið að gera í afgreiðslunni bæði þegar við komum og fórum til þess að hafa bara einn starfsmann. Mikil bið og greyið konan að reyna að bæði tékka inn fólk, svara í síma og afgreiða bílageymsluna sem er á sama stað. Herbergið var stórt og gott en það var rosalega hljóðbært og náðum við varla að sofa neitt vegna mjög háværrar ítalskrar fjölskyldu sem var að tékk sig inn eftir miðnætti og bæði talaði hátt og skellti mikið hurðum. Manni leið eins og þau væru nánast inni hjá manni.
Mílanó, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Fín staðsetning. Góðar móttökur með drykkjum à bar og góðu snarli
Mílanó, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Frábær aðstaða og starfsfólk til fyrirmyndar
Neikvætt í umsögninni
Myndi bjóða uppá eyrnatappa því það var svolítið hljóðbært þar sem ég var með opin gluggann. Annars allt uppá 10
Róm, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Frábær staðsetning, hreint og snyrtilegt.
Verona, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin frábær og íbúðin glæsileg
Bologna, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Frábært hótel og allt til fyrirmyndar
Neikvætt í umsögninni
Mættu laga myrkragardínurnar á mínu herbergi því hún var öll út í götum
Vico del Gargano, Ítalía
Jákvætt í umsögninni
Mjög góðar þaksvalir.
Neikvætt í umsögninni
Engin flugnanet á efstu hæð og þessvegna ómögulegt að hafa opna glugga. Svo voru einhverskonar ormar á veggjum í eldhúsi en trufluðu svosem ekkert þannig lagað